Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er sterk. Áfram má þó gera betur. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bjóða íbúum að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á fimmtudaginn kl. 13.00, en þá mun flokkurinn vera með opið málefnastarf í Ásgarði. Við viljum ræða málin við sem flesta, en slíkt hefur einmitt verið stefna flokksins á því kjörtímabili sem er að líða.
Við hlökkum til að sjá ykkur, heitt verður á könnunni!
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum