Næstkomandi laugardag 21.apríl kl.17:30 mun Skólalúðrasveit Vestmannaeyja halda tónleika í sal Hvítasunnukirkjunnar við Vestmannabraut. Tilefnið er 40 ára afmæli sveitarinnar sem var 22.febrúar síðastliðinn.
Á tónleikunum munu koma fram báðar deildir sveitarinnar auk þess sem sérstakir gestir verða Skólahljómsveit vestur og miðbæjar úr Reykjavík. Einnig munu gamlir félagar spila með sveitunum.
Efnisskráin er í léttari kantinum og eru allir eru velkomnir. �?keypis er á tónleikana.