Kraftur, Eyjamenn og ÍBV ætla að perla saman laugardaginn 21. apríl milli 11 og 15 í Höllinni Vestmannaeyjum.
Kraftur skorar á alla Eyjamenn að mæta á svæðið og perla armbönd. Um er að ræða fyrsta perluviðburð félagsins þar sem perluð verða ný armbönd í íslensku fánalitunum. Armböndin verða seld til stuðnings Krafti og munu einnig sýna samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni �??Lífið er núna�?? og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.
Eyjamenn verða fyrstir til að geta hreppt Perlubikarinn og geta sett markið hátt fyrir aðra sem vilja reyna við hann. Perlubikarinn hljóta þeir viðburðarhaldarar sem að ná að perla sem flest armbönd.
Kraftur hvetur alla Eyjamenn sem og leikmenn og stuðningsmenn ÍBV að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. �?ll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.
�?að verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og hlakka forráðamenn Krafts til að sjá sem flesta í Höllinni.
LÍFIÐ ER N�?NA