Frídagur á fimmtudegi, sem er fyrsti fimmtudagur eftir 18. april, 19. �?? 25 . apríl. Sumardagurinn fyrsti var gerður að frídegi árið 1971. Dagurinn markar byrjun á Hörpumánuði. Áður fyrr var árinu skipt í tvennt; sumar og vetur. Við höfum bætt við vori og hausti. Í apríl fögnum við vorkomu. Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.
Sums staðar er ekki sama skilgreining á sumri og vetri, eins og þar sem sama sólstaða er allt árið. Eitt vorið var ég á Kýpur og horfði þar á fólk við vinnu dökkklætt og mikið klætt. Mér var sagt að sumardagurinn fyrsti væri í lok maí og þá klæddust þau léttari og ljósari fötum.
Fyrir rúmum tveimur árum dvaldi ég í Nakuru í Kenía. �?ar er alltaf jafndægur og um 25 stiga hiti, dimmt fyrir kl. sjö á kvöldin og birtir upp úr kl. sex á morgnana. �?ar þekkti fólkið ekki hugtökin vetur og sumar. Ef eitthvað er þá er heitasti tíminn í janúar til febrúar. Nakuru er í tvö þúsund metra hæð og þrjátíu km sunnan miðbaugs.
Reglulega hefur verið rætt um hér á landi að færa sumardaginn fyrsta. �?að væri hagnýtara að hafa hann á mánu- eða föstudegi, fá langa helgi. Í Englandi er bara frídagur �?? löng helgi �?? fólk er búið að gleyma hvers vegna það er frídagur. Fáar þjóðir halda upp á sumardaginn fyrsta á viðlíka hátt og Íslendingar. Í seinni tíð hefur skátahreyfingin haldið uppi hátíð á þessum degi með skátamessum og skrúðgöngum. �?að er eitthvað svo sérstakt að hugsa til baka,
skrúðganga með lúðrasveit og útiskemmtun. �?g fór í spariföt í tilefni dagsins og einhvern tíma seldi ég merki og bók.
Bókin Tuttugasti og þriðji apríl eru ellefu sögur eftir ellefu höfunda, sem gerast allar þennan dag 1904 til 2004. Bókin kom út á hundraðasta afmælisdegi Halldórs Laxness, en hann var fæddur 23. apríl 1904. Elsti sonur minn fæddist 23. apríl, fæddist hann rétt eftir miðnætti sumardaginn fyrsta. Fimm ára afmæli hans bar upp á sumardaginn fyrsta og tók hann það til sín, skrúðgöngu, lúðrablástur og skemmtun á Stakkagerðistúni, allt var það gert í tilefni afmælis hans.
�?að væri menningarlegt slys að færa daginn.
Gleðilegt sumar!