Í kjölfar fréttar sem birtist á vef Eyjunnar í gær, þess efnis að óánægja væri innan raða bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, gaf formaður félagsins, Leó Snær Sveinsson, frá sér yfirlýsingu þar sem getgátum Eyjunnar er vísað á bug:
Frétt á DV/Eyjan í gærkvöldi sem síðan hefur verið dreift á netmiðlum hér í Eyjum er röng. Uppstillingarnefnd bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey hefur ekki klofnað vegna sætaskipunar á framboðslista. Nefndin er fullskipuð að störfum og mun á morgun skila tillögum um skipan listans, eins og alltaf hefur verið stefnt að.
Leó Snær Sveinsson
Formaður Fyrir Heimaey