Á laugardaginn stóð Kraftur og ÍBV fyrir perluviðburði í Vestmannaeyjum. En um var að ræða fyrsta perluviðburð félagsins þar sem perluð eru armbönd í fánalitunum. Armböndin eru seld til stuðnings Krafti og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM.
Fjöldi manns mættu í Höllina í Vestmannaeyjum en talið er að um 350 hafi verið á svæðinu þegar mest var. Dóra Björk Gunnarsdóttir hjá ÍBV var að vonum ánægð með mætingu Eyjamanna en samtals voru 1538 armbönd perluð. En Dóra gerði gott betur og skoraði á Akureyringa, �?ór og KA, að reyna að slá met Eyjamanna og ná af þeim Perlubikarnum svokallaða. �??Við sýndum það sko og sönnuðum að Eyjamenn sýna samstöðu bæði með Krafti og íslenska fótboltaliðinu. En ég skora á Akureyringa, �?ór og KA, að reyna gera betur og ná þessu meti af okkur�??, sagði Dóra á viðburðinum.
�?nnur íþróttalið og bæjarfélög geta einnig reynt að ná Perlubikarnum til sín en eina sem þarf að gera er að hafa samband við Kraft og finna stað og stund. Armböndin verða til sölu hjá á vefsíðu Krafts sem og nokkrum öðrum stöðum núna á vormánuðum og rennur allur ágóði þeirra til stuðnings Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.