ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum í dag kl. 18:30 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Eins og allir vita hafa viðureignir þessara liða verið ótrúlega spennandi undanfarin ár og gera má ráð fyrir að það verði eins núna. Haukar eru með mikla breidd og hafa verið að koma sterkir inn að undanförnu og unnu Val í 8-liða úrslitunum 2:0.