Maðurinn sem lést uppi á Heimakletti í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar, var Sigurlás �?orleifsson, skólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum. Sigurlás hefði orðin 61 árs, þann 15. júní næstkomandi og lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.
Sigurlás var skólastjóri við GRV í fimm ár en hefur starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. Hann var einnig þekktur knattspyrnumaður, var leikmaður og þjálfari ÍBV, lék með Víking í Reykjavík og í Svíþjóð. Sigurlás á einnig tíu leiki að baki með Íslenska landsliðinu.