ÍBV hefur samið við franska framherjann Guy Gnabouyou til tveggja ára en fótbolti.net greindi frá því í gær.
Hinn 28 ára Gnabouyou er uppalinn hjá Marseille og lék á sínum tíma fimm leiki fyrir aðalliðið. Einnig kom hann við sögu í einum leik með franska U-21 landsliðinu árið 2009.
Gnabouyou hefur á ferli sínum m.a. spilað með Inter Turku í Finnlandi, Sliema á Möltu og Torquay í ensku utandeildinni.