Fyrr á þessu ári voru sett á laggirnar Samtök íslenskra handverksbrugghúsa en tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum hagsmunamálum, svo sem að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi og að framleiðendur fái að selja vörur sínar beint til almennings eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. The Brothers Brewery er eitt brugghúsanna sem eru aðilar að samtökunum og er Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari, meðstjórnandi í stjórn samtakanna. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu samtakanna sem birt var fyrir helgi en þar rekja samtökin ítarlega sín helstu baráttumál:
Í febrúar síðastliðnum komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Skilgreiningin að handverksbrugghúsi er að bandarískri fyrirmynd. �?rjú atriði einkenna handverksbrugghús: áhersla á gæði, stærð og sjálfstæði. Handverksbrugghús fara ótroðnar slóðir er kemur að hráefnum, en hafa gæði framleiðslu sinnar ávallt að leiðarljósi. Handverksbrugghús eru í eðli sínu smá, með framleiðslu undir milljón lítrum á ári. Að auki má framleiðandi sem ekki telst handverksbrugghús skv. skilgreiningu ekki eiga eða stýra meira en 25% í brugghúsi til að það uppfylla skilyrði samtakanna.
Aðilar í samtökunum mega setja merki samtakanna á afurðir sínar. Neytendur geta þannig séð á vörunni að brugghúsið hefur gæði í fyrirrúmi samkvæmt leiðarljósi samtakanna. Merkið auðveldar einnig neytendum að velja stuðning við smærri óháða framleiðendur á Íslandi.
Samtökin hyggjast standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum hagsmunamálum. �?ar með talið; að hér á landi verði smærri áfengisframleiðendum veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir úr Evrópusambandinu. Einnig að framleiðendur fái að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðju sinni, eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum þar sem ríkið hefur einkaleyfi á áfengissölu. Að síðustu vilja samtökin standa vörð um aðgengi handverksbrugghúsa með vörur sínar á bari og í verslanir ÁTVR.
Í vor munu samtökin gefa út landakort er sýnir staðsetningu handverksbrugghúsa umhverfis landið. Með því verður hægðarleikur fyrir fólk á ferðalagi að heimsækja handverksbrugghús og leita uppi afurðir þeirra í heimabyggð, en handverksbrugghús eru staðsett í öllum fjórðungum landsins; frá Ísafirði að Breiðdalsvík, Vestmannaeyjum að Húsavík, svo nokkrir staðir séu nefndir.
Spennandi tímar framundan hjá The Brothers Brewery
Í samtali við Eyjafréttir sagði Jóhann samtökin bjartsýn á að fá í gegn þær breytingar sem um ræðir enda háar fjárhæðir í húfi fyrir brugghúsin. Einnig ræddi Jóhann ferð til Portland sem þeir félagar í The Brothers Brewery fóru í fyrr í apríl og sömuleiðis bjórinn Eldfell sem nú er fáanlegur í verslunum ÁTVR.
�??Við erum mjög bjartsýn á framtíðina, handverksbruggun er í raun algjörlega nýr iðnaður sem hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur árum en sem dæmi þegar að við fengum fyrsta leyfið okkar í janúar 2016 þá voru ca. fimm handverksbrugghús á Íslandi en nú er verið að stofna samtök með 21 handverksbrugghúsi. Handverksbrugghús samkvæmt skilgreiningu samtaka er áfengisframleiðandi sem framleiðir minna en milljón lítra á ári. Löggjafinn hefur alltaf verið mjög íhaldsamur gagnvart áfengi en við teljum að það sé mjög líklegt að við náum fram breytingum á þessum atriðum. Okkar litla brugghús hérna í Eyjum mun t.d. ef framleiðsluáætlun stendur greiða tæplega 20 milljónir í ár í áfengisgjöld sem er bara beinn skattur sem fer út úr samfélaginu. �?að væri mikið nær að við fengjum einhvern afslátt á þessu gjaldi sökum stærðar og við myndum nýta þann afslátt til að búa til fleiri störf í brugghúsinu sem skilur eftir sig tekjur hér í okkar samfélagi.�??
Heimsóttu kollega sína í Bandaríkjunum
Fyrr í apríl fóru Jóhann og félagar í The Brothers Brewery til Bandaríkjanna til að heimsækja brugghús þar í landi en meðferðis höfðu þeir 50 kg. af íslensku skyri. �??Við kynntumst nokkrum brugghúsum síðasta sumar þegar bjórhátíðin Maine Beer Box var haldin í Reykjavík á vegum Maine Brewers Guilde og Eimskips. Framkvæmdarstjóri Brewers Guilde og brugghússins Urban Farm Fermentory kom svo til Eyja eftir hátíðina og við brugguðum meðal annars bjór með Urban Farm hérna í Eyjum. �?annig að það er búið að vera á dagskránni síðan þá að fara í heimsókn út til að skoða brugghús en í Maine fylki eru rétt um 100 brugghús. Við byrjuðum svo að undirbúa ferðina í febrúar og plana tvær brugganir með Lone Pine Brewing company og Urban Farm Fermentory. Fyrir Lone Pine fluttum við út 50 kg. af íslensku skyri til þess að búa til íslenskan Skyr sour sem er nú verið að blanda saman með bláberjum og pakka í dósir í Maine. Fyrir Urban Farm fórum við með íslenskt blóðberg sem við notuðum í belgískan Saison. �?að sem kannski stendur upp úr í svona ferð er hversu vel okkur var tekið alls staðar sem við fórum, við fórum meðal annars að skoða þrjú stærstu craft brugghúsin í Maine sem eru flest að brugga í kringum 60 þúsund lítra af bjór á dag en við áætlum að framleiða ca. 45 þúsund lítra á árinu 2018 hérna í Eyjum.�??
Eldfell fengið góðar viðtökur í verslunum ÁTVR
Nýlega fór bjórinn ykkar Eldfell í sölu í ÁTVR sem hlýtur að vera ánægjulegt fyrir ykkur. Hafið þið fengið jákvæð viðbrögð? �??Já við erum að fá frábær viðbrögð en þetta ferli allt saman er mjög erfitt fyrir litla aðila eins og okkur þar sem okkur er úthlutað mjög litlu hilluplássi sem þýðir að það eru mjög algengt að það séu bara nokkrar flöskur í hillunni innst inni sem að enginn tekur eftir. Vínbúðirnar eru þess vegna í raun ekki okkar helsti markaður en eins og hefur komið fram þá vildum við geta selt beint úr brugghúsi en nú þegar hafa nokkrir aðilar byrjað að gera það án þess að vera að auglýsa það enda getur þú nú þegar farið á marga ferðmannastaði á landinu og keypt þér Reyka Vodka í litlum flöskum og gengið með út,�?? segir Jóhann.
Áætlanir gera ráð fyrir fleiri heilsársstörfum
12. apríl 2013 brugguðu þeir félagar sinn fyrsta bjór en á þeim tíma óraði þá ekki fyrir því hvar þeir myndu standa fimm árum síðar. �??Fyrir fimm árum hefði okkur aldrei dottið það í hug að litla 30 l plastfatan okkar væri í raun búin að búa til heilsársstarf í bruggun á bjór í Vestmannaeyjum og að það væri komið 500 l brugghús sem stefnir á framleiðslu á 45 þúsund lítrum af bjór. �?etta er ótrúlegt ævintýri sem er enn að stækka en fyrir einum mánuði síðan tókum við inn tvo nýja 1000 l gerjunartanka sem var aukning uppá ca. 3000 l framleiðslugetu brugghússins á mánuði. Okkar áætlanir gera ráð fyrir að við ættum að geta búið til eitt til þrjú störf í viðbót tengt okkar brugghúsi á næstu tveimur árum. En það eru nokkrir þættir sem við verðum að vinna betur með sem henta okkur ekki nægilega vel, sem dæmi þá er eiginlega ódýrara fyrir okkur að flytja bjór í stórum tanki uppá land til átöppunar heldur en að tappa honum á flöskur hér. Flaska kostar okkur 19 krónur afhent í Rvík en það kostar okkur 9 krónur að flytja hana til Eyja og svo þurfum við að afhenta alla flöskur einnig í Reykjavík, líka bjórinn sem fer í Vínbúðina hér í Eyjum. �?annig að er ýmislegt sem við erum að skoða varðandi hvernig við munum halda áfram að stækka og þroskast,�?? segir Jóhann.
�?akklátur
Að lokum þakkar Jóhann heimamönnum fyrir stuðninginn sem hann segir ómetanlegan. �??Við erum afar stoltir af því hvert við erum komnir og einstaklega þakklátir öllu því góða fólki sem hefur staðið við bakið á okkur. Heimafólkið hér í Eyjum hefur tekið okkur frábærlega með því að koma reglulega út að fá sér einn til tvo bjóra á �?lstofunni en án þess í vetur hefði þetta dæmi einfaldlega aldrei gengið upp og fyrir það erum við einstaklega þakklátir. Gölli IPA bjórinn okkar er svo rétt ókominn í Vínbúðir þannig að fólk má fara að líta eftir honum fyrir næstu helgar. Munum bara að njóta gott fólk�??