Haldin var Starfakynning í �?ekkingarsetri Vestmannaeyja í gær. �?ar kynntu starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum störf sín og þá menntun sem þeir hafa. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á menntuðum störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. �?etta er í annað skiptið sem kynningin er haldin og hefur Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja leitt verkefnið frá upphafi. Anna Rós Hallgrímsdóttir deildarstjóri eldra stigs GRV og Sólrún Bergþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Visku eiga hugmyndina af starfakynningunni og hafa unnið ötullega að henni frá upphafi. Sigríður Diljá Magnúsdóttur er verkefnastjóri og sá um skipulagningu.
Góð mæting og allir sáttir
�?að voru 65 störf kynnt í gær og gekk kynningin mjög vel að sögn �?nnu Rósar þegar blaðamaður heyrði í henni eftir kynninguna í gær. �??�?etta gekk bara ótrúlega vel og við vorum mjög ánægðar með mætinguna.�??
Níundi og tíundi bekkur GRV kom um morguninn en eftir hádegi voru það framhaldsskólanemar og almenningur sem gat komið og kynnt sér störfin. �??Við heyrðum ekki annað en að mikil ánægja væri á meðal gesta og þeirra sem tóku þátt og kynntu störfin,�?? sagði Anna Rós.
Myndir – �?skar Pétur Friðriksson