Utanvegahlaupið The Puffin Run var haldið í fyrsta skiptið í dag. Veður var nokkuð gott miðað við árstíma en nokkur mótvindur gerði keppendum erfitt fyrir á köflum. Hinn 31 árs gamli Guðni Páll Pálsson var fyrstur í mark en hann hljóp kílómetrana 20 á einni klukkustund og 29 mínútum. Fyrstu Eyjamennirnir í mark voru þeir Sindri Viðarsson og Andri �?ór Gylfason en þeir tóku tíu kílómetra hvor og var tíminn rétt undir einni klukkustund og 40 mínútum.
Myndir – �?skar Pétur Friðriksson