Goslokanefnd og Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda hafa valið goslokalagið 2018. Sameiginleg nefnd Goslokanefndar og BEST valdi úr 15 innsendum lögum og úr varð að lagið Aftur heima eftir Björgvin E. Björgvinsson var valið.
Björgvin bjó í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1980 og spilaði meðal annars í hljómsveitinni Brak sem gerði garðinn frægan hér áður með þeim Kalla Björns, Ingimar í Vöruval og fleirum. Björgvin starfar sem áfangastjóri við Fjölbrautarskóla Suðurlands, er íslenskufræðingur að mennt og hefur þýtt rúmlega 30 barnabækur og samið eina. Einnig má þess geta að Björgvin og Stella Hauks voru systrabörn. Lagið verður hljóðritað einhvern tíma á næstu dögum og verður frumflutt þegar nær dregur Goslokahátíð.
Nafn: Björgvin E. Björgvinsson
Fæðingardagur: 20. 02. 1961
Fæðingarstaður: Gamla Landspítalahúsið við Hringbraut í Reykjavík.
Fjölskylda: Giftur Helgu Sighvatsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga. Við eigum einn son, Sighvat �?rn, sem er kvikmyndafræðingur og er að ljúka námi úr Margmiðlunarskólanum í eftirvinnslu kvikmynda.
Uppáhalds vefsíða: Uuuuu. Er maður ekki alltaf að fara inn á Veður.is og Vegagerðina?
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?g hlusta á flest en ég brosi þegar ég heyri í Yes, Pink Floyd og Emerson, Lake & Palmer.
Aðaláhugamál: Hef gaman af heilaleikfimi eins og vísnagerð og svo fer ég í nokkurra daga sumargöngur með allan búnað á baki.
Uppáhalds app: Er ekki svo langt leiddur enn að eiga svoleiðis uppáhalds.
Hvað óttastu: Að fá svona spurningu.
Mottó í lífinu: Kaffi fyrst.
Apple eða Android: Já.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?g held að það gæti verið áhugavert að eiga stund á Agórunni í Aþenu með Sókratesi.
Hvaða bók lastu síðast: Afleggjarann eftir Auði �?vu �?lafsdóttur �?? sú bók er alger konfektmoli.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Eldflaugin Guðjón Valur Sigurðsson er minn uppáhalds íþróttamaður. Svo hef ég alltaf verið �?órari og fylgist með ÍBV héðan úr Flóanum.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g iðka mest augnhreyfingar yfir vetrartímann, þar sem ég vinn mikið við tölvur, en fer í góðar göngur inn á milli. Geng hins vegar talsvert á sumrin.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir á Rúv. Má eiginlega ekki missa af þeim.
Kom þér á óvart að lagið þitt varð fyrir valinu: �?að er nú kannski frekar hrokafullt að segja þetta, en þegar ég sendi lagið sagði ég við Helgu: �??�?etta er vinningslagið�??. Glotti að vísu smá, en ef maður hefur ekki sjálfur trú á því sem maður gerir þá er varla hægt að ætlast til að aðrir hafi það.
Ertu mikið að semja almennt: Fyrir mörgum árum samdi ég barnabók. Upp úr henni gerði ég leikrit sem sýnt var í Möguleikhúsinu. Síðan hef ég þýtt yfir 20 bækur í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar og hátt í 10 barnabækur til viðbótar. Einu sinni sendi ég ljóð í ljóðasamkeppni og… …vann. Mest hef ég fengist við að semja lausavísur og tækifæriskveðskap, en lagasmíðar hef ég ekki fengist við �?? �??Aftur heima�?? er fyrsta lagið.
Um hvað fjallar textinn í laginu: Textinn hefst á sólarupprás og sjónarhornið færist hægt með sólargangi frá austri til vesturs yfir Heimaey. Mörg helstu einkenni Eyjanna eru persónugerð, e.t.v. sem tákn um að þrátt fyrir allt og allt heldur lífið sínu striki. Mosinn sem teygir sig inn á hraunið ritar okkur nýja sögu. Fegurð Eyjanna, fjölbreytileikinn og lífsgleði Eyjamanna er í fyrirrúmi.