ÍBV er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir fjögurra marka tap gegn Potaissa Turda í síðari leik liðanna í undanúrslitum, lokastaða 28:24.
�?tlitið var gott fyrir ÍBV þegar 40 mínútur voru búnar en þá var staðan 16:18 fyrir Eyjamenn. Í kjölfarið tók við slæmur kafli þar sem ÍBV skoraði einungis tvö mörk á 15 mínútum og staðan allt í einu orðin 25:20. Undir lokin reyndust liðsmenn Turda sterkari en þeir sigra einvígið með eins marks mun.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 15 skot í markinu.