�?g vil byrja á að þakka hinum heimsklassa gourmet kokk honum mági mínum Bergsteini fyrir áskorunina. �?g ætla að hafa þetta einfalt og gott fyrir fjóra.
Forréttur
Pönnusteiktur Turmerik þorskhnakki á couscous beði
Einn frekar stór þorskhnakki helst frá Dala Rafn.
Skerum í fjóra fallega bita, setjum í skál og hellum góðum slatta af extra virgin ólífuolíu yfir,
sturtum turmeriki yfir fiskinn og miklu af því.
Best er að vera í hönskum og gramsa aðeins í bitunum,
steikja bitana í nokkrar mínútur á hvorri hlið á meðal hita og strá maldonsalti yfir í steikingu.
Couscous beð
1 bolli af vatni í pott ásamt ½ bolla af JP. Chenet hvítvíni, tening af grænmetiskrafti, slettu af extra virgin ólífuolíu og smá salti.
Nú þarf að ná upp suðu
Hendi 1 bolla af couscous út í og hræri í tvo hringi í pottinum set lokið á og læt standa í 5 mínútur og nú verður gaman, því hér má bæta hnefa af furuhnetum og svipuðu magni af feta osti út í og hrærum með gafli.
Set sæmilega hrúgu af couscous á miðjan diskinn og skreyti með fínskornum strimlum af rauðri papriku og klettasalati, legg þorskinn í hliðina á hrúgunni og skreyti með steinselju.
Gott að bera fram með sama ísköldu hvítvíni og við notuðum í réttinn.
Aðalréttur
Trufluð lund með
gratíneruðum kartöflum
Kaupum stóra lund og skerum haus og hala af, þannig að nóg sé af kjöti minnst 1 kg því fólk á eftir borða vel og vonandi lengi.
Kvöldinu áður er best að kaffæra lundinni í truffluolíu og leyfa henni að liggja í faðmlögum með trufluolíunni undir plasti, í ísskáp yfir nóttina og til að krydda aðeins tilhugalífið er gott að stríða lundinni með smá safran.
�?g vef svo lundinni í filmuplast afturábak og áfram og hendi í ofninn á 53° í 2 tíma.
Ef stafrænn ofn er ekki til staðar, er fínt að planta kjöthitamæli vil hliðina á lundinni og fylgjast með fyrst um sinn á meðan verið er að ná réttum hita.
Næst er plastið rifið af og grillið hitað í spað.
Nautið grillað allan hringinn á örskömmum tíma, einu skotglasi af einhverju ódýru Koníaki er skvett yfir lundina og um leið og bálið slokknar, rífum við hana af og leggjum á heitan stað í nokkrar mínútur.
Kartöflugratín
Tek hálfan pakkann af forsoðnum kartöflur og sneiði þær í þykkar skífur, legg í smurt eldfast mót og krydda með kartöflukryddi og hvítlauk. Rjómaosti með hvítlauk er dreift yfir, því næst eru gouda ostsneiðar lagðar yfir, þrýst á þær til að dreifa hvítlauksostinum betur. Tek sæta kartöflu og ríf hana með sæmilega grófu rifjárni dreifi sæmilegu lagi ofan á ostinn og Maldonsalti stráð yfir, hendi inn í ofn á 180° í 35 mínútur.
Sósa
100 gr af smjöri í sósupott og 100 gr þurrkaðir villisveppir (til í krónunni í sama kæli og salatpokarnir eru).
2 dl Peter Lehmann cabernet og 1 teningur nautakraftur, svartur pipar, smá safran og salt. Læt þetta malla á vægum hita í 20 mínútur, bæti svo hálfum líter af rjóma út í og allt látið malla í smá stund, ef við viljum sæta sósuna er fínt að henda rifsberjahlaupi í hana annars má krydda þetta að vild.
Vitanlega er sami Pétur frændi borinn fram með steikinni og sá sem fór í sósuna.
Eftirréttir
Skyrsnittur
�?á þarf pínu að huga að því hvernig við viljum að dótið lúkki . Gott er að hafa undirskál eða eitthvað með sæmilegum köntum, ég notaði einu sinni svona skálar undan litlum blómapottum en allavega tek hálfan pakka af LU bostogne og 80 gr af örbylgjubæddu smjöri og hendi því í matvinnsluvél, þrýsti vel í formin sem við fundum með góðum köntum og í frost skal það.
�?eyti 1 pela af rjóma og hendi honum til hliðar.
Tek eina litla vanilluskyr 170 gr og smelli henni í hrærivélina og bæti í 1 matskeið af flórsykri, teskeið að vanillusykri, bræði 100 gr af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði og bæti hægt í og því næst rjómanum út í.
Kippi LU skálunum úr frysti og fylli þær með blöndunni góðu og kæli yfir nótt. Set kirsuberjasósu, söxuð jarðaber og bláber ofan á.
�?bermaðurinn og systursonur minn hann Hjálmar Viðarsson er mesti matgæðingur og nautnabelgur sem ég hef hitt. �?g veit hann lumar á uppskriftum eins og sviknum héra og sjokkeraðri kanínu, en hann náttúrulega á sínar leiðir til að heilla bragðlaukana hjá fólki.