Heimsigling Breka VE frá Kína hefur gengið vel og skipið er að koma vel út. Skipið fór í gegnum Gíbraltarsund síðustu helgi og hefur nú verið að sigla norður með ströndum Portúgals og Spánar og svo vestur fyrir Írland.
�?að er áætlað að skipið komi að Eyjum á sunnudagsmorgun og verði við bryggju um hádegi á Sunnudaginn. Ef sú áætlun stenst mun áhugasömum gefast kostur á að koma um borð og skoða skipið flótlega uppúr hádegi og verður skipið þá opið til kl. 16:00.
Föstudaginn 1. júní verður svo athöfn þar sem, skipinu verður gefið nafn með formlegum hætti og það blessað. Við það tilefni mun Vinnslustöðin standa fyrir móttöku þar sem gestum og gangandi verður boðið að skoða Breka auk frystigeymslunnar úti á Eiði. Sú dagskrá verður nánar auglýst síðar.