Nýr Volvo V90CC 4×4 var tekinn í umferð hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þann 30. apríl sl. en 8 slíkir bílar hafa verið teknir í gagnið um landið nýverið. Bílarnir eru sérframleiddir fyrir lögreglu og eru geysilega öflugir í þau verkefni sem þeim er ætlað. Vélin er um 238 hö og togið mikið. Hemla- og fjöðrunarbúnaður er sérstyrktur ásamt tvöföldu rafkerfi. �?ryggisbúnaður er mikill og góður. Allur lögreglubúnaður bílanna er nýr, radartæki, upptökubúnaður og fjarskiptabúnaður. �?á eru bílarnir með nýjar merkingar sem eiga að auka öryggi lögreglumanna til muna.