Hjónin Bergvin Oddsson og María Friðriksdóttir héldu upp á samanlagt 150 ára afmæli sl. laugardag en í veislunni afhentur þau handknattleiksdeild karla, handknattleiksdeild kvenna, knattspyrnudeild karla og knattspyrnudeild kvenna 2,5 milljónir að gjöf, eða sam-anlagt 10 milljónir. María Friðriksdóttir eða Dúlla eins og hún er betur þekkt, er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: María Friðriksdóttir.
Fæðingardagur: 01.03.43.
Fæðingarstaður: Skálar á Langanesi.
Fjölskylda: Gift og þrjú börn.
Uppáhalds vefsíða: Engin.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ll tónlist, t.d. íslensk dægurlög.
Aðaláhugamál: Fjölskyldan.
Hvað óttastu: Að missa heilsuna.
Mottó í lífinu: Ferðast.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Foreldra mína.
Hvaða bók lastu síðast: Leiðin frá Langanesi suður í höf og heima aftur.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og barnabörnin.
Ertu hjátrúarfull: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fer í göngutúra.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og íslenskir þættir.
Var mikið fjör í afmælisveislunni: Rosa fjör og alveg svakalega gaman.
Hafið þið fengið mikil viðbrögð við þessari gjöf: �?trúleg viðbrögð.