�?g heiti Nataliya Ginzhul og ég kom hingað til Vestmannaeyja frá �?kraínu í mars 2001. �?egar ég kom hingað spilaði ég með ÍBV sem markmaður til ársins 2004.
Síðan ég kom hingað hef ég unnið á ýmsum stöðum, t.d. í Vinnslustöðinni, á Sóla, sem íþróttakennari við Grunnskóla Vestmannaeyja og bæði sem fimleika- og íþróttaþjálfari hjá yngri flokkum ÍBV. �?að er frábært að búa í Vestmannaeyjum.
Mér finnst ofboðslega fallegt í Vestmannaeyjum og hér er skemmtilegt mannlíf. Í mínum huga eru heilbrigðis-, íþrótta- og tómstundamál mikilvæg verkefni sem þarf að vinna að á næstu árum. Bærinn hefur frábært íþróttastarf og íþróttalið sem er í fremstu röð á landinu. Og þannig á það að vera og við getum verið stolt af því. Við þurfum að sjá til þess að allir krakkar geti notið öflugs tómstundastarfs, bæði börn og unglingar, líka þau sem ekki stunda íþróttir. �?annig þyrfti að efla Rauðagerði sem tómstundahús fyrir unga fólkið.
�?g hef einnig áhuga á umhverfismálum enda búum við í náttúruparadís. �?egar fleiri ferðamenn koma til Eyja þarf að gæta þess að við tökum vel á móti þeim og pössum uppá að fjöll og náttúran verði áfram falleg. Við getum sett skilti til upplýsinga fyrir ferðafólk, haft göngustíga vel merkta og einnig þarf að fjölga ruslatunnum í bænum þannig að við höldum honum áfram hreinum og fínum.
�?að er gaman að taka þátt í þessu í fyrsta skipti. �?g vil hjálpa til að gera Vestmannaeyjar að enn betri og fallegri bæ.