Guðmundur �?. B. �?lafsson flutti ávarp á baráttudegi verkalýðsins í Vestmannaeyjum í ár og hér að neðan er ávarpið í heild sinni. Eyjafréttir birtu myndir af kaffisamsætinu í Alþýðuhúsinu hérna.
Ágætu vinir, mér er sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur á þessum baráttudegi.
�?g er ekki lengur launþegi á almennum vinnumarkaði, orðinn eldri borgari og tek mínar eigur úr lífeyrissjóði sem ég hef lagt fyrir í um 50 ár. Reyndar er ég og ríkissjóður ekki sammála um eignarréttinn, ríkið stendur í þeirri meiningu að eignin sé þeirra og greiðslur skertar í samræmi við það. Hef 50 þúsund krónur í ellilífeyrir á mánuði eftir skatta, takk fyrir það höfðingjar.
En nóg af mér, sem er þó lýsandi dæmi fyrir stöðu eldri borgara á Íslandi í dag að ekki sé talað um kjör öryrkja, þvílík skömm.
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er baráttudagur allra launþega. Reyndar eru allir dagar baráttudagar launþega fyrir betri kjörum og verða það á meðan óbreytt ástand ríkir. �?að er sama hvar borið er niður, almennu launafólki er haldið niðri í launum eins og kostur er. �?að má nefnilega ekki stefna stöðugleikanum í hættu, sama gamla rullan sem atvinnurekendur og stjórnvöld kyrja. �?eir sömu sem hafa skafið til sín hundruði þúsunda króna hækkun á mánaðarlaunin ofan á mánaðarlegu milljónirnar sem þeir höfðu fyrir.
Endalaust er böðlast á þeim sem minnst hafa og minna mega sín. Fólki er ætlað að framfleyta sér á launum sem eru undir fátækramörkum, mörkum sem stjórnvöld viðurkenna að enginn geti framfleytt sér á. Vert er að spyrja, ef tekjur á milli 200 til 300 þúsund krónur á mánuði eiga að duga, hvað hafa þá einhverjir með margar milljónir á mánuði við þær að gera? Nei! þá kemur annað hljóð í strokkinn.
Meðal mánaðarlaun 10 hæstu stjórnenda, á árinu 2016 voru 7,7 milljónir, já meðal mánaðarlaun
Fréttir, allar götur síðan, hafa frætt okkur um stanslausar hækkanir til stjórnenda og stjórnmálamanna. Sumt af því vegna Kjaradóms, já Kjaradóms, eins og það sé eitthvað fyrirbæri sem enginn getur ráðið við. Viljum við bara ekki öll láta Kjaradóm sjá um launin okkar, með sínar reglubundnu hækkanir, upp á 45% eins og nýleg ákvörðun ber vitni um?
�?ví miður hefur skilningur fyrir bættum kjörum skilað því að þorri launþega þurfa að vinna langan vinnudag til að ná endum saman. Venjuleg vinnuvika á Íslandi er heilum vinnudegi lengri en í Noregi, svo dæmi sé tekið. Eru mörg dæmi um að annað foreldri sem vill vera heima og hugsa um börn og heimili, sem getur látið það gerast? Eru mörg dæmi um það? �?að hafa fæstir efni á því.
Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign
Baráttan verður að skila réttlæti í lífeyriskerfinu, réttlæti sem snýst um að eigendur sjóðanna, launafólkið kjósi sjálft um stjórnir sjóðanna og þaðan verði fulltrúum atvinnurekenda sópað út, þeir eiga ekki krónu í eignum sjóðanna, við erum eigendurnir.
�?að er svo annað mál með þetta blessaða lífeyriskerfi, hvers vegna er sjóðunum ekki fækkað og hvers vegna eru lífeyrisréttindi allra landsmanna ekki þau sömu? Já stórt er spurt og skiljanlegt þegar það er haft í huga að alþingismenn með ráðherrana í broddi fylkingar sömdu sérstök lög fyrir sig og sína, lög um lífeyrisréttiandi sem stendur öðrum þjóðfélagsþegnum ekki til boða.
Eru breyttir tímar í vændum?
�?breytt ástand verður ekki liðið og baráttann heldur áfram. Með þrotlausri baráttu er von. Baráttuhugur og áherslur sem meðal annars hafa komið með röddum nýrra og eldri foringja verkalýðsins undanfarið vekur von, von um bjartari og betri tíð.
Trúin á að ekki verði lengur valtað yfir kröfur launafólks er mikil og slík vinnubrögð eiga að tilheyra liðinni tíð, það sama á við um undanlátsemi og tjónkun við stjórnvöld og atvinnurekendur.
Vinir, baráttan er framundan og þar þurfa allir að standa saman. Góðar stundir.
Guðmundur �?. B. �?lafsson