�?essi orð heyrði ég um daginn þegar ég hitti góðan kunningja hér í Eyjum.
�?g get fullyrt að engan grunaði að ég væri að fara út í sveitarstjórnarmálin fyrir nokkrum vikum. En þetta er það skemmtilega við lífið, að stundum koma áskoranir sem lífga uppá hversdags rútínuna og mér fannst þetta spennandi og sló til.
�?g hef fylgst með bæjarpólitíkinni eins og hver annar Eyjamaður undanfarin ár. �?g hef glaðst yfir hvernig bænum hefur verið stjórnað undanfarin misseri af mikilli festu og samstöðu allra í bæjarstjórn. Fólk í bæjarstjórn hefur ekki eytt tímanum í að vera fyrir hvort öðru, heldur hugsað um hag Eyjamanna sem aðal atriðið. �?að er ekki sjálfgefið og fyrir það ber að þakka, öllum sem hlut koma að máli.
�?g hef ekki tekið þátt í framboðum eða vinnu á sveitarstjórnarstigi áður, þannig að ég get ekki státað af neinum persónulegum sigrum þar. �?g trúi því samt sem áður að maður þurfi ekki að vera uppalinn í hreiðrum stóru flokkana til að geta gert gagn, og örugglega gott að fá fólk með misjafna reynslu til að vinna saman.
�?egar mér var var boðið sæti á lista Sjálfstæðismanna þá velti ég því að sjálfsögðu fyrir mér hvort þetta væri eitthvað spennandi. En lykilástæður þess að ég stökk til, voru helst þessar.
1. Bærinn hefur verið rekinn á mjög ábyrgan hátt og fjárhagsstaðan góð.
2. Að flokkurinn taki inn tvo nýja frambjóðendur í 4 efstu sætin og skapi með því nýjar áherslur og fjölbreytni í framboðinu.
3. Jafnframt fannst mér jákvætt að Elliði var tilbúin í að vera bæjarstjóri í eitt tímabil enn, þar sem mér hefur fundist hann góður framkvæmdastjóri fyrir bæjarfélagið. Kannski er það út af því að ég er með alla mína reynslu úr atvinnulífinu þar sem 12 ára reynsla í brúnni er frekar metið sem styrkur fyrir fyrirtæki en ekki vandamál.

Leikhús fáránleikans
�?ar sem ég er nú svoddan nýgræðingur í þessum sveitarstjórnarmálum, þá kom það mér verulega spánskt fyrir sjónir, þegar nýja framboðið sem varð til út af óánægju með skipulagið í Sjálfstæðisflokknum, myndi ekki sætti sig við uppstokkunina og þær áherslubreytingar sem gerðar voru í Ásgarði á dögunum.
Enn meira hissa varð ég þegar ég sá að nýja framboðið stillti upp lista, setti forystumann óánægjufólksins í fyrsta sæti og stuttu síðar tilkynnt að hinn sami væri líka bæjarstjórnarefnið. Allt eitthvað sem þetta sama fólk hafði gagnrýnt þegar það enn tilheyrði Sjálfstæðisflokknum.
�?að er ekkert skrítið að svona nýir framboðsgaurar eins og ég skilji ekki upp né niður í hlutunum. Er þetta kannski leikhús fáránleikans ?
Eyþór Harðarson, skipar 4.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.