Að gefnu tilefni langar mig að koma eftirfarandi aftur á framfæri. Á sameiginlegum fundi stjórnar, frambjóðenda og undirbúningshóps að stofnun félagsins var ákveðið að Íris Róbertsdóttir yrði bæjarstjóraefni Fyrir Heimaey.
Jafnframt var ákveðið að komi til þess að oddviti listans verði bæjarstjóri muni hann víkja úr sæti bæjarfulltrúa. Eins og fram kom á vef eyjafrétta þann 3. maí sl. hérna.
Bæjarstjóraefni okkar mun því ekki starfa sem bæjarfulltrúi og gegna stöðu bæjarstjóra. �?g hef ekki orðið var við óánægju innan okkar raða heldur finnst mér ríkja gleði, bjartsýni og jákvæðni sem við munum nýta okkur vel á komandi tímum.
Leó Snær Sveinsson
Formaður bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey