Heilbrigðismálin eru mikilvægur þáttur í samfélaginu í eyjum. �?etta eru eitt af þeim stóru málum sem við erum sammála um að þurfi að komast í betra horf. Sumir segja að þetta sé ekki vandamál sveitafélagsins og sé á könnu ríkisins. Vissulega rekur ríkið heilbrigðisstofnunina okkar en við sem sveitarfélag getum tekið höndum saman og þrýst á ákveðin svör frá ríkinu:
* Við þurfum að fá ríkið til þess að endurskilgreina hlutverk sjúkrahússins. Hvaða hlutverki á stofnunin að gegna í framtíðinni?
* Við þurfum að þrýsta á að öryggi íbúa í Vestmannaeyjum sé alltaf í fyrirrúmi. Sjúkraflugið þarf að bæta, við þurfum að hafa aðgang að sjúkraflugi sem er nær okkur en Akureyri.
* Við þurfum að þrýsta á meiri samvinnu milli félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
* Við þurfum líka að hjálpast að við að bæta ímynd Heilbrigðisstofnunarinnar. Á meðan allt umtal er neikvætt þá fáum við ekki lækna og sérfræðinga til þess að koma og starfa hjá okkur.
�?að má ekki gleymast að það er margt gott við sjúkrahúsið líka. Hér fá sjúklingar langoftast að liggja lengur inni en t.d. á Höfuðborgarsvæðinu. �?að er ekki allt yfirfullt hjá okkur og enginn þarf að hvílast frammi á gangi.
Heilbrigðismálin skipta okkur máli. Við hjá Eyjalistanum erum sammála því að við getum beitt okkur á ýmsan hátt fyrir bættri heilbrigðisþjónustu þó svo að þetta sé á könnu ríkisins.
Helga Jóhanna Harðardóttir, skipar 2. sæti á lista Eyjalistans