Skóladagur GRV – Hamarsskóla verður miðvikudaginn 9. maí frá kl. 16:15 – 19:00, hefst hann í Íþróttahúsinu með því að Litla lúðrasveitin spilar nokkur lög en kl. 16:30 hefst danssýningin.
Að lokinni danssýningu verður skólinn opnaður. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í.
Nemendur 5. bekkja selja upprúllaðar pönnukökur og muffins á 100 kr. stykkið, ágóði af sölunni fer í ferðasjóð þeirra, ásamt hlutaveltunni sem verður á sínum stað.
Í kennslustofum ætlum við að kynna fjölbreytta kennsluhætti og verkefni nemenda. Í bekkjastofum verður ýmislegt sem gestir geta fengið að taka þátt í.