�?egar að nútímamanninum vantar upplýsingar þá byrja flestir á því að gúggla. �?að er mjög góð byrjun og í flestum tilvikum fær maður svör strax, eða frekari svör um hvar eigi að leita næst. �?egar upplýsingar vantar um þjónustu sem sveitafélög veita byrja væntanlega flestir á því að fara á heimasíðu viðkomandi bæjarfélags. Hvað er sundlaugin opin lengi, hvað eru leikskólagjöldin há og svo mætti lengi telja. Flest sveitafélög eru með þessar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunum sínum, líka Vestmannaeyjabær. Við getum hinsvegar gert töluvert betur í að færa umsóknareyðublöð á heimasíðunni í nútímann og á rafrænt form. �?að eru 31 umsóknareyðublað á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar auk 13 sem tilheyra skipulags- og byggingarmálum. Allt eyðublöð sem verður að prenta út, handskrifa og skila inn í ráðhús með tilheyrandi veseni. Nýlega var íbúagáttin uppfærð og er þegar þetta er skrifað hægt að skila 4 eyðublöðum rafrænt, sem er skref í rétta átt, en það þarf að klára málið. Góðærisvandamál myndi einhver segja, en að mínu mati er þetta partur af því að veita góða og nútímalega þjónustu. �?jónustan á að vera á forsendum þeirra sem nota hana, ekki þeirra sem veita hana.
Vestmannaeyjabær greiðir jafnframt frístundastyrk með hverju barni í Vestmannaeyjum sem er vel gert. Leiðin til þess að fá hann greiddan er torfarnari en ég hefði kosið. �?egar ég sótti um hann í fyrsta skipti í fyrra þá þurfti ég að prenta út kreditkortayfirlit frá mér fyrir hálft ár og handskrifa þrjú umsóknareyðublöð, eitt fyrir hvert barn. �?g fór með bunka af svona 20-30 blöðum upp í Ráðhús. �?etta getur ekki talist eðlilegt. �?g hefði talið eðlilegast að félögin sem standa fyrir tómstundum barna myndu lækka gjaldið sem þeir rukka iðkendur um og endurrukka svo Vestmannaeyjabæ. Í dag þurfa allir iðkendur sem nýta sér styrkinn að handskrifa umsóknina og Vestmannaeyjabær millifærir styrkinn, ein millifærsla fyrir hvert barn. Staðreyndin er sú að Vestmannaeyjabær er aftarlega á meðal sveitafélaga á Íslandi þegar kemur að rafrænni stjórnsýslu og því viljum við í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey breyta.
Sveitafélög á Íslandi hafa verið að opna bókhald sitt undanfarin ár. �?að er gert með því að sett er upp heimasíða sem er tengd í bókhaldskerfi bæjarins og allir geta skoðað. Með þessu er hægt t.d. að sjá hvaðan peningarnir koma og í hvað þeir fara, skoða hvaða birgja mest er verslað við, sjá hvernig gjöld eða tekjur þróast yfir ákveðið tímabil o.s.frv. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur í rafrænni stjórnsýslu hafði þetta að segja í viðtali við R�?V þegar Kópavogsbær opnaði bókhald sitt árið 2016: �??Almennt er talið að þetta stuðli að bættum stjórnsýsluháttum, fleiri útboðum, dragi úr hygli stjórnmálamanna til tengdra aðila og almennt má segja að þetta dragi úr líkum á spillingu.�?? Við í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey munum leggja ríka áherslu á að Vestmannaeyjabær opni bókhald sitt.