Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma á fundi sínum um mánaðarmótin að taka yfir rekstrinum á Herjólfi þegar nýja ferjan er tilbúin og byrjar að ganga á milli lands og Eyja. Á bæjarstjórnarfundinum kom oftar en einu sinni fram að menn hefðu viljað meiri tíma með samningnum og bókaði Eyjalistinn að ef tíminn hefði verið lengri hefðu þau viljað fara í íbúakosningu með hann, en aðeins fengust 48 klukkustundur til þess að svara tilboði ríksins. Haft var samband við Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hans fólk vegna þessa.
Af hverju fékk bærinn svona stuttan tíma til að taka ákvörðun um yfirtöku á rekstrinum? �??Eftir ítarlega skoðun á öllum forsendum málsins tók samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ákvörðun um að ákjósanlegast væri að bjóða rekstur skipsins út. Lagði hann til að samningstíminn yrði tvö ár, m.a. með hliðsjón af þeirri óvissu sem fylgir því að taka í notkun nýja ferju í siglingum milli lands og Eyja. Var bæjarstjórn Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun á fundi 15. mars sl. �?rátt fyrir þessa niðurstöðu féllst ráðherra á að veita bæjarfélaginu tækifæri til að reka ferjuna. Ástæða þess var eindreginn vilji allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar í þá veru.
Á fundi 6. apríl sl. kom fram í máli ráðherra og vegamálastjóra að tilboðið stæði til dagsloka þann 10. apríl 2018. Tíminn væri naumur og þar sem útboð þyrfti að fara fram á næstu tveimur vikum ef til þess kæmi að samningar næðust ekki, m.a. til að tryggja að þjálfun starfsmanna gæti farið fram á vormánuðum.
�?rátt fyrir þennan knappa tímafrest var bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar tvisvar veittur frekari frestur til að taka afstöðu til tilboðsins, auk þess sem fulltrúar þess hittu fulltrúa Vegagerðarinnar á fundum til að skýra einstaka ákvæði samningsins. Bæjarstjórnin ákvað svo að taka við rekstri ferjunnar þann 27. apríl sl., þremur vikum eftir að upprunalegt tilboð frá 6. apríl kom fram.�??
Hefði sami samningur og bærinn hefur í höndunum farið í útboð? �??Ljóst er að meginefni samningsins hefði farið í útboðsgögnin.�??
Ekki einkafyrirtæki að bjóða í verkefni ríkisins
�?egar Elliði Vignisson var spurður út í þennan frest sem bærinn fékk sagði hann að ríkið hafi haft á þeim mjög stífan tímaramma, �??enda voru þau hreinlega að brenna inni hvað það varðar. Ef ekki hefðu náðst samningar við okkur hefði þurft að bjóða reksturinn út á Evrópska efnahagssvæðinu og það tekur að lágmarki þrjá mánuði.�??
Elliði sagði að þau hefðu sýnt því fullan skilning en ætluðu ekki að fara skrifað undir samningsdrög sem að þeirra mati var á köflum óskýr og stundum jafnvel efnislega ólík þeirra áherslum. �??Flest þessi ákvæði snéru að ábyrgðamálum auk þess sem við vildum að samningurinn bæri þess merki að þar væru stjórnvöldin tvö að semja um tilflutning á verkefni en ekki einkafyrirtæki að bjóða í verkefni ríkisins. �?á lögðum við einnig mikla áherslu á aukna þjónustu og fleira sem snýr beint að notendum skipsins. Við fengum umbeðna fresti sem varð til þess að hægt var að ná þessu saman, en vissulega mátti ekki seinna vænna,�?? sagði Elliði.