Líta má á tálmun í umgengnismálum sem tegund af ofbeldi. Með því að koma í veg fyrir umgengni er verið að svifta börn tengslum við lykilpersónur í lífi þeirra auk þess að valda álagi með íþyngjandi deilum. Oftast eru þessi mál milli foreldra barna, en þekkt eru mál þar sem amman og afinn fá ekki að umgangast barnabörnin sín.
Tálmunarmál eru erfið og viðkvæm mál, það er því skynsamlegt og gagnlegt að leita til sérfræðinga sem meðhöndla slík mál í sinni vinnu. Blaðamaður mældi sér mót við Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa hjá Vestmannaeyjabæ, Sæunni Magnúsdóttur lögfræðing hjá sýslumanni Vestmannaeyja og Thelmu Gunnarsdóttur sálfræðing hjá heilbrigðisstofnun Suðurlands. �?ær sögðu málin erfið og að lögin geri bara ráðstafanir fyrir foreldra í þessum málum en ekki aðra aðstandendur eins og ömmur og afa, nema þegar foreldrið sé ekki til staðar.
Viðtalið í heild má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.