ÍBV þurfti að sætta sig við 2:0 tap þegar liðið heimsótti KA í Pepsi-deild karla í dag.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom heimamönnum yfir á 21. mínútur og var staðan 1:0 í hálfleik. Á 55. mínútu leiksins tvöfaldaði Ásgeir Sigurgeirsson forystu KA eftir darraðardans inni í teig Eyjamanna. Ekki urðu mörkin fleiri og lokastaða 2:0 eins og fyrr segir.