Agnar Smári Jónsson, leikmaður ÍBV í handbolta, mun leika með Valsmönnum á næsta tímabili en Agnar er á leið í nám í Reykjavík samkvæmt frétt mbl.is.
Segir jafnframt í fréttinni að Kristján �?rn Kristjáns­son, leikmaður Fjöln­is, muni ganga til liðs við Eyjamenn og fylla í skarð Agnars Smára. Kristján �?rn var besti leikmaður Fjölnis á tímabilinu en liðið átti erfitt uppdráttar í vetur og féll úr efstu deild. Kristján �?rn hefur sömuleiðis verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.