Nú standa yfir kosningar og er sá tími oft erfiður og viðkvæmur og því erfitt að meta hvar á að stíga niður og svara án þess að hallað sé á neinn. Hlutverk mitt sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs hjá bænum tek ég alvarlega og tel mikilvægt að fólk sé upplýst rétt um mál.
Kristín �?sk �?skarsdóttir skrifar um aðgengi fyrir alla og sinni upplifun af þeim málum. �?g vill taka strax fram að Kristín �?sk er frábær stúlka og fagmanneskja með metnað fyrir sínum hugðarefnum sem m.a. er hagsmunamál fatlaðs fólks. Fyrir Vestmannaeyjar eru slíkur einstaklingur mikilvægur.
Ástæða skrifa minna er að Kristín vitnar í fund sem átti sér stað fyrir 7 árum og ég sat ásamt henni, framkvæmdastjóra útbreiðslu- og fræðslusviðs hjá Íþróttabandalagi fatlaðra og bæjarstjóra. Virðist sem Kristín hafi upplifað þennan fund á annan máta en ég. �?g man óljóst umræður um aðgengismálin í Ráðhúsinu en ég man þó að allir voru sammála um að bæta þurfti aðgegnismálin í Vestmannaeyjum.
Viðbrögðin sem Kristín upplifði af þessum fundi virðist sitja í henni eins og um áhugaleysi hafi verið að ræða af hálfu bæjarins um þessi mál og að lítið hafi áunnist í kjölfarið. �?essu er ég ekki sammála. Eins og Kristín þá hef ég og fleiri fagaðilar innan sviðsins sem og hagsmunaaðilar fatlaðara í Eyjum sömu ástríðu fyrir þessum málum. Vestmannaeyjabær hefur lagt sig fram við að vinna að bættu aðgengi fyrir alla þ.m.t. fatlað fólk og komið meðal annars fyrir lyftum í stofnunum s.s. Kviku, Safnahúsinu, Eldheimum og Barnaskóla Vestmannaeyja auk þess sem aðgengi um gangbrautir bæjarins hafa verið bætt sem og innanhúss í stofnunum. Áhersla er lögð á aðgengismál í öllum nýjum byggingum á vegum bæjarins. Aðgengismálin þó ekki í lagi í öllum stofnunum okkar. Kirkjugerði og Tónlistarskólinn eru ekki í lagi og áfram verður unnið að þessum málum.
Eitt getur þó skýrt út mat Kristínar á að lítið hafi áunnist en það er að fleiri en Vestmannaeyjabær þarf að huga að aðgengismálum. �?ar er eflaust eitthvað sem má bæta. Mjög mikilvægt er að allir þjónustuveitendur í Eyjum hugi að aðgengismálum fyrir hreyfihamlað fólk.
Mitt mat er þó að þessi mál hafi batnað. Aðgengismálin í matvörubúðum, hótelum, veitingarstöðum og búðum hafa batnað auk þess sem byggingarreglugerðir (sem og nýsmíði á farþegaskipi) setja auknar kröfur á þessa aðila. Erfiðara er að eiga við eldri húsnæði enda lög og reglugerðir misjafnar eftir aldri og notkun húsa. Einnig getur oft verið erfitt að breyta þessum húsum sbr. Ráðhúsinu. Vestmannaeyjabær hefur í samvinnu við fatlað fólk bent aðilum á þessi mál og reynt að aðstoða með lausnir varðandi aðgengismálin.
Sum hús voru byggð eftir gömlum reglugerðum s.s. Sólhlíð 19 sem breytt var fyrir um 30 árum. Ef ég man rétt þá var þetta líklega fyrsta húsnæði á vegum Vestmannaeyjabæjar í langan tíma sem í var sett lyfta. Sú lyfta fylgdi þeim byggingakröfum sem voru á þeim tíma en hjálpartækin breytast og kalla oft á frekari lausnir.
�?g vill þakka Kristínu fyrir hennar ábendingu um mikilvægi aðgengis fyrir alla en jafnframt benda á að hjá fjölskyldu- og fræðslusviði er engin að bíða eftir neinu heldur láta verkin tala. Betur má ef duga skal og mikilvægt að allir í okkar samfélagi taki sig saman og vinni í að bæta aðgengismál hreyfihamlaðra.
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja