Félagsleg heimaþjónusta er einn þjónustuþáttur sveitarfélaga sem mun vaxa hvað mest í framtíðinni. Félagslega heimaþjónusta er fyrir alla aldurshópa. �?jónustan er fyrir íbúa sem búa í heimahúsum og geta ekki sér hjálparlaust um heimildshald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Réttur til heimaþjónustu er bundinn því skilyrði að fyrir liggi einstaklingsbundið mat á þörf fyrir þjónustu.
Markmið félagslegarar heimaþjónustu er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við almennt heimilshald, aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki telst heimahjúkrun, félagslega stuðning og aðstoð við umönnun barna. Heimsendur matur er hluti af heimaþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
Árlega eru yfir 100 einstaklingar sem njóta umræddrar þjónustu hjá Vestmannaeyjabær í yfir 12 þúsund vinnustundum. Eftirspurnin fer vaxandi og mun halda því áfram miðað við þá fjölgun sem er í aldurhópnum 67 ára og eldri auk fjölgun fatlaðs fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu. �?jónustan er afar mikilvæg.
Samhliða félagslegri heimaþjónustu er heimahjúkrun. Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun sem veitt er í heimahúsum.
Samstarf er á milli félagslegar heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Á fundi með fulltrúum HSU sem haldin var í febrúar á þessu ári kom fram áhyggjur fulltrúa HSU um mikla fjölgun þjónustuþega í heimahjúkrun. Töldu fulltrúar HSU að stór hópur þeirra sem njóta þjónustu heimahjúkrunar ættu frekar að njóta þjónustu félagslegar heimaþjónustu skv. matskerfi sem HSU byggði á. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar gerðu ekki athugasemdir við þetta mat HSU og sögðust vera reiðubúin til að taka við þessum hópi. Var HSU beðin um að taka sama undirritaðar umsóknir frá þessum einstaklingum sem þeir telja eiga frekar heima í félagslegri heimaþjónustu og aðstoði við að færa þennan hóp yfir án þess að það komi niður á þjónustunni. Enn er beðið eftir þessum umsóknum.
Vestmannaeyjabæ hefur lengi vel verið viðbúinn því að auka við þjónustu félagslegar heimaþjónustu og að þjónustan þarf að vera alla daga kvölds og morgna. Fjölga þarf starfsmönnum og skoða möguleika á ýmsum fjölbreytileika í þjónustunni. Markmiðið er að gefa fólki kost á því að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður og viðhalda þannig skilyrði fólks til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum.
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja