ÍBV1 undir stjórn Hilmars Ágústs Björnssonar og Magnúsar Stefánssonar varð á dögunum Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna en liðið komst sömuleiðis í undanúrslit bikarkeppninnar. Gott tímabili að baki og margar efnilega handboltakonur þarna á ferð. Í samtali við Eyjafréttir sögðust þeir Hilmar og Magnús vera afar stoltir af stelpunum enda lagt mikið á sig í vetur.
�??Á þessu tímabili hafa tuttugu og fjórar stelpur verið að æfa í árgöngum 2002-2003. Magnús og Díana hófu tímabilið sem þjálfarar en eftir að Díana fór til Noregs vorum við Magnús saman eftir áramót,�?? segir Hilmar og heldur áfram. �??Við vorum með tvö lið á eldra ári, ÍBV2 var blandað lið af eldra og yngra ári, þær unnu sjö leiki og töpuðu átta í 2. deild og enduðu í 5. sæti. Síðan var ÍBV1 en þær enduðu í 3. sæti í deildinni með 12 sigra, eitt jafntefli og fimm töp. �?ær féllu úr leik í undanúrslitum bikarsins og unnu svo Íslandsmeistaratitilinn á móti Fylki.�??
Eins og fyrr segir voru þjálfararnir tveir stoltir af stelpunum. �??Við eru gríðarlega stoltir af þessum stúlkum, þær hafa lagt gríðarlega hart að sér í vetur og mætt á allar æfingar. Bætingarnar og framfarirnar hafa verið mjög miklar og þá aðallega vegna þess hve áhugasamar þær eru. Hópurinn sem slíkur einkennist af mikilli samkennd og samstöðu. �?rátt fyrir minniháttar pústra dags daglega þá taka þær upp hanskann fyrir hvor aðra án þess að hika. �?ær auðvitað þroskast með hverri vikunni sem líður, bæði andlega og handboltalega. Við höfum verið með fimm til sex stelpur á öllum landsliðsæfingum síðustu tvö árin og það er alveg ljóst að fleiri munu fá séns í framhaldinu.�??
Flestar eiga stelpurnar það sameiginlegt að vera í akademíunni en hún er að sögn þeirra Magnúsar og Hilmars að skila þeim miklu. �??�?essar stelpur eru nánast allar í handbolta akademíunni og eru að vakna á æfingar 6:30 og leggja sig 100% fram þar. Svo er ÍBV og GRV að fá frábæra fyrirlesara til að fjalla um mataræði, samstöðu, liðsheild, gleði, markmið, líkamann og allt sem tengist því að vera góður liðsmaður og íþróttamaður. �?essir þættir hjálpa þeim að vera íþróttamenn framtíðarinnar hjá bandalaginu.�??