Tilfinning okkar Sjálfstæðisfólks er sú að almennt finnist fólki gott að búa í Vestmanneyjum. Í aðdraganda kosninga er gott að líta til mælinga hlutlausra aðila á stöðunni.
Allar athuganir sem unnar eru þessi misserin eiga það sameiginlegt að sýna á algerlega hlutlausan hátt að Vestmannaeyjar eru meðal allra best reknu sveitarfélga þessa lands og íbúar almennt ánægðir með búsetuskilyrðin.
Nú fyrir skömmu kynnti Vífill Karlsson prófessor rannsókn á hug íbúa nokkurra sveitarfélaga (frá Ísafirði, um vesturland, allt til Hornafjarðar) til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði ásamt afstöðu til nokkra mikilvægra atriða eins og hamingju þeirra, þjónust sveitarfélagsins og hvort þeir væru á förum frá landshlutanum svo það helsta sé tilgreint.
435 Eyjamenn 18 ára og eldri svöruðu 31 spurningu sem snéri að búsetugæðum. Enn sem fyrr kom í ljós að búsetu gæðin í Vestmannaeyjum �??að mati íbúa sjálfra- eru meðal þess sem best gerist.
Í þessari stöðu verða íbúar að spyrja sig: �??Er ábyrgt að breyta, breytinganna vegna?�??
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri