Í hádeginu komu saman félaga úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Barnaskóla Vestmannaeyja og var tilefnið að afhenda skólanum tölvubúnað að gjöf. Í þessum gjafapakka voru 25 fartölvur og 20 spjaldtölvur til notkunar við námið. Að þessu tilefni flutti Erlingur Richardsson skólastjóri ávarp og útskýrði notkunargildi og kom á framfæri þakklæti til klúbbfélaga í Helgafelli fyrir þessa höfðinglegu gjöf, segir í tilkynningu frá blúbbnum.
�?að var síðan fulltrúi nemenda sem veitti gjöfinni viðtöku frá Jónatani Guðna forseta Helgafells. Viðstaddir afhendingu voru kennarar og hópur nemenda skólanns, ásamt Helgafellsfélögum.
Erlingur Richardsson skólastjóri sagði i samtali við Eyjafréttir að í aðalnámskrá grunnskóla er lögð mikil áhersla á að kennsla í upplýsingatækni verði kennd í gegnum aðrar námsgreinar, þ.e.a.s þvert á greinar. �??Með þessari rausnarlegu gjöf, frá Kiwanisklúbbnum, þá erum við fyrst og fremst að opna á þann möguleika að kennarar og nemendur geti notað upplýsingatæknina í hinum ýmsu námsgreinum, í bland með hefðbundnum kennslubókum. Um leið og við erum komin með 25 fartölvur í skólann þá geta t.d allir nemendur í einum bekk unnið um leið á fartölvur, eða jafnvel tveir til þrír bekkir unnið í hópavinnu á sama tíma. Markmiðið er svo auðvitað að bæta við fartölvum, en þessi gjöf ýtir okkur vissulega áfram varðandi nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni til náms og kennslu í grunnskólanum.
Við sjáum fyrir okkur að nýta Chromebook meira á unglingastiginu þar sem þau geta unnið um leið með fingrasetningu við hefðbundna verkefnavinnu. Spjaldtölvurnar notum við meira við kennslu á yngri stigum.�??