Málefnastaða okkar Sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar er góð. Hún versnar ekki með nýjum samningi um rekstur Herjólfs. Mér finnst að umræða um áhættu, frá frambjóðanda H listans, tengda Landeyjahöfn, vera dæmigerð umræða sem að fellst einfaldlega í því að vera á móti. Engin góð efnisleg rök, bara reynt að vera á móti.
Ef ég fæ stuðning kjósenda þá skal ég lofa því að ég verð ekki á móti málefnum bara til að vera á móti. �?g ætla að styðja góð málefni hvaðan sem þau koma.
�?að er hins vegar hægt að vera á móti og styrkja gott málefni í leiðinni. �?annig var 2016 þegar að hugmyndir komu að friðlýsingu búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum. �?g er náttúruunnandi og vil Eyjunum og íbúum þeirra, þ.m.t. sjófuglum, allt það besta, en hugmyndirnar fólu það hins vegar í sér að forræði yfir búsvæði sjófugla hér á Heimaey og úteyjunum færi frá okkur Eyjamönnum til ríkisins. �?essu var ég alfarið á móti enda tel ég að við Eyjamenn höfum gengið um náttúru Eyjanna af mikilli virðingu og tillitssemi á undanförnum árum, og engin betri en við sjálf að vernda náttúruna í Eyjum. �?g kom með rök opinberlega fyrir þeirri afstöðu. �?að var hlustað, og niðurstaðan varð sú að við Eyjamenn ráðum áfram yfir okkar úteyjum og heimalandinu.
Samningurinn um rekstur Herjólfs, eins og hann hefur verið kynntur opinberlega, er að mínu mati mjög góður samningur sem styrkir grunnþjónustu Eyjamanna. Eigum við ekki að samgleðjast með svona samning í stað þess að tala hann niður ? Ekki bara vera á móti til að vera á móti.
Eyþór Harðarson
4. sæti D-lista