ÍBV og Fylkir mættust í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í dag en leikið var í Egilshöll. Fylkismenn höfðu betur 2:1 og eru Eyjamenn því enn með eitt stig á botni deildarinnar.
Jonathan Glenn, fyrrum leikmaður ÍBV, kom heimamönnum á bragðið með marki strax á 4. mínútu leiksins. Hákon Ingi Jónsson tvöfaldaði forystu Fylkis undir blálokin en einni mínútu síðar lagaði Sigurður Arnar Magnússon stöðuna fyrir ÍBV en nær komust þeir ekki.