�??Íslensk sölufyrirtæki hafa staðið sig vel í gegnum tíðina . �?egar ákvörðunin var tekin á sínum tíma um að Vinnslustöðin sjái sjálf um markas- og sölumál þótti skynsamlegt að komast sem næst mörkuðum og öðlast þannig þekkingu og getu til að geta komið til móts við þarfir viðskiptavina fyrirtækisins. �?að skiptir okkur afskalega mikiu máli að byggja upp traust viðskiptasambönd til lengri tíma litið. Sem dæmi, þá get ég sagt þér frá því að fyrirtæki í Japan hefur verið í umtalsverðum viðskptum við okkur í um þrjátíu ár. Í sjávarútvegi er nauðsynlegt að hugsa til langs tíma, rétt eins og í öðrum greinum,�?� segir Sigurgeir Brynjar Kristinsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Sölumálin mikilvægur liður í starfseminni
Fyrirtækið sér sjáft um sölu sinna afurða og er með söluskrifstofur víða um heiminn. Vinnslustöðin var með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðasta mánuði en sú sýning er sú stærsta í heiminum. Í Atvinnupúlsinum á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi var bás VSV heimsóttur.
�??Veiðarnar skipta miklu máli og sömu sögu er að segja um vinnsluna. �?að skiptir líka gríðarlega miklu máli að þjóna mörkuðunum vel. Hafa stöðugt og öruggt framboð, svo viðskiptavinirnir geti keypt með reglulegum hætti,�?� segir Sigurgeir Brynjar í þættinum á N4.