Nú líður að Hvítasunnuhelgi og eru því eflaust ófáir sem hugsa með söknuði til Daga lita og tóna. Einu helgarinnar þar sem hlýða mátti á lifandi djass í Vestmannaeyjum.
�??�?að er fyrst og fremst af söknuði sem við stöndum fyrir þessari hátíð,�?? segir Sæþór Vídó formaður Bandalags vestmanneyskra söngva- og tónskálda, BEST, sem stendur að jazzhátíðinni Food & Funk sem fram fara átti fram um helgina. �??Við fengum nokkra veitingastaði í lið með okkur til að prufukeyra þetta í ár. En hugmyndin er, ef vel gengur, að gera þetta árlega og blanda saman næringu sálar og líkama í allsherjar veislu.Og þegar kemur að góðum mat erum við Eyjamenn mjög ríkir af góðum kokkum og veitingastöðum.�??
Hátíðin átti að fara fram um helgina þar sem �?rjú tríó áttu leika á fimm stöðum um helgina. �?etta eru staðirnir Brothers Brewery, Gott, Einsi kaldi, Tanginn og Slippurinn.
Tríóin þrjú eru, Camper Giorno Trio skipað þeim Bjarna Má Ingólfssyni á gítar, Sigmari �?ór Matthíassyni á Bassa og Skúla Gíslasyni á trommum. Djasstríó �?mars skipa þeir �?mar Einarsson á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Eric Qvick á trommur. Síðast en ekki síst eru það svo fulltrúar okkar Eyjamanna, tríóið Eldar. �?að skipa þeir �?órir �?lafsson á hljómborð, Kristinn Jónsson á bassa og Birgir Nielsen á trommur.
�??�?ví miður vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður ekkert af þessu um helgina en við erum hins vegar ekki búnir að blása hátíðina af,” sagði Sæþór í samtali við Eyjafréttir í dag. �??Við erum að gæla við að hafa hátíðina núna í enda júní í staðinn, þann 29. og 30. júní en það verður nánar auglýst síðar.�??