�?egar ég var ungur maður var mér kennt að ávallt kæmi maður í manns stað. �?að væri enginn svo mikilvægur eða ómissandi að annar gæti ekki tekið við af honum þegar þar að kæmi. �?á var mér einnig kennt að hroki væri allra lasta verstur og kæmi þeim hrokafulla alltaf í koll að lokum.
Nú þegar bæjarstjórnarkosningar eru á næsta leiti er margt sagt og margt skrifað, sumt merkilegt en annað ekki. Flestir frambjóðendur nota tímann til að koma baráttumálum sínum á framfæri við kjósendur og er það vel því það er einn grunnþáttur lýðræðisins sem okkur öllum er svo mikilvægt.
Einn frambjóðandi og stuðningsmenn hans taka annan pól í hæðina. Hann keppist við að lofa sjálfan sig í hástert og gengur jafnvel svo langt að reyna að telja fólki trú um að hann sé gersamlega ómissandi. Nái hann eða haldi hann ekki völdum í bæjarfélaginu sé voðinn vís því hann einn kann að stjórna. Í kjölfarið fylgja svo blákaldar hótanir um að bæjarbúar skuli hafa verr af kjósi þeir hann ekki, því hann er jú hvorki meira né minna en ómissandi. Hér er sko talað af miklu lítillæti og auðmýkt.
Nú síðast gerðist það að einn starfsmaður bæjarins lýsti því yfir að hann hygðist segja upp starfi sínu verði núverandi bæjarstjóri ekki áfram bæjarstjóri. �?etta á að vera hótun. �?g er hins vegar ekki viss um hversu beitt hún er því að maður kemur alltaf í manns stað. Hótunin sýnir þó hvernig Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum líta á sig, þeir láta sem þeir eigi hér allt og við hin eigum að taka þegjandi því sem að okkur er rétt.
Sölvi Helgason eða Sólón Íslandus eins og hann kallaði sig taldi sig vera ómissandi. Hann orti eitt sinn:
�?g er gull og gersemi gimsteinn elskuríkur. �?g er djásn og dýrmæti Drottni sjálfum líkur.
Sölvi gerði það reyndar ekki gott þegar upp var staðið.
P.S. �?að hringdi í mig verkamaður hjá Vestmannaeyjabæ og sagði mér í óspurðum fréttum að hann ætlaði að vinna áfram hjá Vestmannaeyjabæ eftir kosningar þótt núverandi bæjarstjóri héldi ekki áfram starfi sínu hjá bænum.
Ragnar �?skarsson