Eyjamenn létu ekki veðrið á sig fá í gærkvöldi og mættu margir til þess að taka á móti þreföldum meisturum ÍBV. Á bryggjunni voru flugeldar, söngur og gleði. Aftur dönsuðu Eyjamenn og sungu á bryggjunni við lagið �??�?g ætla að skemmta mér�?? með hljómsveitinni Albatross. Vel var tekið á móti leikmönnum og þeim afhentur blómvöndur við komuna.