�?að getur verið erfitt að vera bestur í einhverju en maður á ekki að láta það þvælast fyrir sér frekar en Zlatan Ibrahimovic sem nú hefur lagt sjálfa Los Angeles að fótum sér. �?umdeildur snillingur í fótbolta eins og ég er súpugerð. Er þó öllu hógværari en Zlatan sem keypti opnu í LA Times til láta vita að viðbrögð borgarbúa við komu hans væru honum þóknanleg. Já, sannur snillingur.
�?egar mér bauðst tækifæri á að opinbera snilli mína í súpugerð hér í Eyjafréttum gat ég ekki sagt nei og kem hér með eina í einfaldari kantinum. Mín uppskrift er samkvæmt sérfræðiáliti um 80 prósent Vegan en lítið þarf til að stíga skrefið til fulls.
Súpa af dýrari gerðinni
�?� Hveiti og smjör í bollu.
�?� Vatn eftir þörfum.
�?� Grænmetiskraftur.
�?� Rjómi.
�?� Koníak.
�?� Salt og pipar.
�?� Sveppir eða annað grænmeti.
�?� Laukur, einn eða tveir eftir magni.
�?� Rauð paprika, algjört skilyrði.
Saxið grænmetið smátt og steikið í smjöri. Vegan sérfræðingurinn mælir með Vegan smjöri eða smjörlíki og hafrarjóma, Oatly.
Bollan hrærð úti í vatninu og grænmetinu hrært saman við. Látið malla við vægan hita í tvo til þrjá klukkutíma.
Salt og pipar og grænmetiskraftur eftir smekk. Rjómanum bætt út í og í lokin smá Koníaki sem fullkomnar verkið.
Berist fram með góðu brauði.
�?g skora á Pál Grétarsson, mág minn sem er mikill snillingur í matargerð eins og þeir þekkja sem voru með honum á Huginn VE.