Fimmtudaginn 3. maí sl. kynnti hópur nemenda við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum lokaverkefni sín í salarkynnum skólans. Að þessu sinni voru 17 nemendur sem kynntu verkefni, ýmist einir eða í tveggja manna hópum. Að vanda var farið um víðan völl og verkefnin eins fjölbreytt og þau voru mörg.
Tilgangur áfangans er að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar verklega leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri. Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að draga saman reynslu og fyrra nám í verkefnavinnu sinni. Nemendur þurfa að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni, frumkvæði og þjálfa skipulagshæfileika sína, enda skipuleggja þeir vinnu sína undir almennri verkstjórn kennara. Gott tækifæri gefst til sérhæfðrar þekkingaröflunar og þjálfunar í aðferðafræði félagsvísindanna. Lokaverkefnið felur jafnframt í sér að nemandinn kynni afurðina á skýran og skapandi hátt og þjálfist í að útskýra og rökstyðja rannsóknarferlið, niðurstöður og að standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á eigin námi.
Greinina má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í vefútgáfu blaðsins.