Nú liggur ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum býður fram tvo lista í bæjarstjórnarkosningunum á laugardag. �?ar sem flokkurinn gat ekki komið sér saman um einstaklinga í forystuhlutverkið varð niðurstaðan sem sé sú að deildaskipta flokknum í D deild og H deild. Báðar deildirnar láta reyndar eins og ekki sé um sama flokkinn að ræða en með hverjum deginum sem líður verður æ ljósara að deildaskiptur Sjálfstæðisflokkur er það sem okkur Eyjamönnum er boðið upp á að þessu sinni.
H listafólkið er reyndar tregara við að viðurkenna þessa staðreynd en þegar því ágæta fólki er bent á staðreyndir verður fátt um svör. Hér væri of langt mál að leggja fram allar þær staðreyndir sem sýna svart á hvítu að H listinn er deild innan Sjálfstæðisflokksins. �?g læt því nægja þá staðreynd að forystumaður H listans og helstu forystumenn aðrir á listanum eru enn í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og ætla sér að vera þar áfram. Hvernig getur fólk í þeirri stöðu haldið því fram að það sé ekki í neinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. �?arf frekari vitnanna við?
H listinn getur ekki með neinum haldbærum rökum neitað þessum staðreyndum og siglir því undir fölsku flaggi. �?annig sigling er alltaf talin vond sigling.
�?ví blasir við að eini raunhæfi möguleikinn á að minnka völd Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er að veita Eyjalistanum brautargengi í kosningunum á laugardaginn. Sá listi er eini andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, bæði D deildar og H deildar.
�?eir sem vilja heiðarleg stjórnmál í samvinnu við alla bæjarbúa kjósa því Eyjalistann. Setjum X við E.
Ragnar �?skarsson