Skóladagur GRV var haldinn sl. miðvikudag en þar var í boði fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur og aðra gesti. Líkt og fyrri ár var tombólan á sínum stað en meðal vinninga var gjafabréf frá Eyjafréttum en handhafi þess fékk að vera Eyjamaður vikunnar. Hin níu ára gamla Thelma Lind Ágústsdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna gjafabréfið og er hún því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Thelma Lind Ágústsdóttir.
Fæðingardagur: 8. desember, 2009.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma: Kristjana Sif, pabbi: Ágúst Sævar, systir mín heitir Andrea og stjúpsystir Guðbjörg Sól.
Uppáhalds vefsíða: Friv.com og Youtube.com
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Havana og Friends.
Aðaláhugamál: Fara í sund.
Uppáhalds app: Rider.
Hvað óttastu: Skrímsli.
Mottó í lífinu: Að koma fram við alla eins og ég vill að aðrir komi fram við mig.
Apple eða Android: Apple.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ariana Grande og Sara Larsson.
Hvaða bók lastu síðast: Vera til vandræða er alveg mögnuð.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Agnar Smári og ÍBV.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fimleika og Fótbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Winx.
Var gaman á skóladeginum: Já, mjög gaman.
Kom þér á óvart að vinna gjafabréfið: Já mjög.
�?að að vera Eyjamaður vikunnar er að margra mati mesti heiður sem að manni getur hlotnast í lífinu. Heldur þú að krakkarnir í bekknum verði öfundsjúkir út í þig eða eigi bara eftir að samgleðjast þér: Samgleðjast mér.