�?tgerðarfélagið Brim þarf að losa sig við eignir samþykki flestir hluthafar í HB Granda yfirtökutilboð sem félagið þurfti að leggja fram lögum samkvæmt s.s. þegar hluthafi eignast samanlagt minnst 30 prósent atkvæðisrétt í félagi sem skráð er í Kauphöll. �?etta kemur fram á vefmiðlinum Undercurrent News, sem sérhæfir sig í umfjöllun um sjávarútveg.
Endi það þannig að flestir hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og nýkjörins stjórnarformanns HB Granda greinir Undercurrent News frá að útgerðafélagið �?gurvík eða Vinnslustöð Vestmannaeyja væri þar líklegust fyrir valinu. Undercurrent News hefur það eftir heimildarmanni að meiri eftirspurn væri líklegast eftir �?gurvík, sem Brim á að fullu. �?ví þá fengi kaupandinn kvóta og skip, en ekki bara um 34 prósenta hlut, eins og raunin væri með Vinnslustöðina.
Ef svo ólíklega vill þó til að allir hluthafar myndu samþykkja yfirtökutilboðið stæði Brim frammi fyrir því að greiða út 65 milljarða til hluthafa í HB Granda er greint frá í frétt Undercurrent News.