Á ferðum mínum um bæinn í aðdraganda kosninganna á laugardaginn hefur orðið mikið spjall um ýmis málefni. Eftir að málefnaskrá Eyjalistans var gefin út í síðustu viku hafa bæjarbúar almennt tekið vel í það sem við viljum ná fram á komandi kjörtímabili. Við heitum því að styðja við öll góð mál er til framfara horfa fyrir bæjarfélagið og skiptir þá ekki máli hver kom fyrst fram með hugmyndina því allar góðar hugmyndir þarf að ræða og koma í framkvæmd.
Strax í upphafi kosningabaráttunnar lögðum við áherslu á samráð og samtal við íbúa í bænum. Við settum fram þá kröfu að fulltrúar bæjarins komi fram af virðingu og kurteisi hver gagnvart öðrum svo og öllum bæjarbúum. �?að hlýtur að vera helsta krafan sem bæjarbúar gera til kjörinna fulltrúa, til þeirra sem starfa í þágu bæjarbúa. Við urðum vör við í þessari umræðu að margir hér í bæ upplifa að stjórn bæjarins sé ekki í þágu allra bæjarbúa heldur einungis hluta þeirra. Og það er þróun sem þarf að snúa við. Eins ótrúlega og það kann að hljóma var krafan um gegnsærra stjórnkerfi og aukna áherslu á virka þátttöku íbúa í stjórnun bæjarfélagsins ekki fundin upp fyrir þessar kosningar af einu framboði frekar en öðru. �?essi hugsun í raun jafngömul lýðræðinu sjálfu.
�?nnur spurning sem oft hefur komið fram í spjalli mínu á kaffistofum bæjarins er með hvorum arminum úr sjálfstæðisflokknum okkur hugnist betur að fara með í meirihlutasamstarfi. Í fulli hreinskilni og kinnroðalaust get ég fullyrt hér að við erum ekki farin svo mikið sem að íhuga nokkuð meirihlutasamstarf. Hvorki með D- né H- lista. Hins vegar óttast ég, og ég hef áður lýst áhyggjum mínum af því áður, að hið nýja bæjarmálafélag verði fljótlega eftir kosningar sameinað sjálfstæðisflokknum aftur. �?g leyfi mér að vitna í orð Ásmundar Friðrikssonar sem birtust á eyjafréttum.is þann 16. maí sl. máli mínu til stuðnings. �?ar segir þingmaðurinn:
�??�?ví miður göngum við ekki samhent til þessara kosninga eins og ég hafði vonað, en verkefnið verður að leiða ágreininginn í jörð og ná sátt í flokknum okkar. [�?�] Og þó að um stund sé slagsíða á bátnum þá er takmarkið að ná þeim aftur um borð sem hafa ákveðið að fá sér annað skipsrúm og nýtt föruneyti. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim en að lokum mun mótlætið styrkja okkur og við sameinast á ný undir merkjum Sjálfstæðisflokksins�??.
Svo mörg voru þau orð.
Njáll Ragnarsson