Handknattleiksdeild ÍBV er búin að ganga frá samningi við hægri skyttuna Kristján �?rn Kristjánsson en hann kemur frá Fjölni. Kristján �?rn, eða Donni eins hann er kallaður, mun leysa Agnar Smára Jónsson af hólmi en sá síðarnefndi mun ganga til liðs Val fyrir komandi leiktíð.
Orðrómur hefur verið á kreiki að hinn 30 ára leikstjórnandi Fannar �?ór Friðgeirsson sé einnig á leið til ÍBV en Fannar ku vera á heimleið eftir að hafa verið í atvinnumennsku um árabil, síðast með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni.
Í samtali við Eyjafréttir hafnaði Davíð �?ór �?skarsson, nýkjörinn formaður handknattleiksdeildar ÍBV, því að félagið væri búið að ná samkomulagi við Fannar �?ór og sagði að einungis væri um sögusagnir að ræða. Aðspurður hvort aðrir leikmenn ÍBV væru á förum gat Davíð �?ór aðeins staðfest að Agnar Smári og Stephen Nielsen myndu yfirgefa félagið, ekkert væri ákveðið með aðra leikmenn að svo stöddu.