Í kosningum er kosið um árangur og stefnu. Kjósendur vega og meta það sem gert hefur verið og spyrja sig hvort stefna framboða sé í samræmi við málflutninginn á kjötímabilinu og hvort betur verði gert á næsta kjörtímabili. Eðlileg skiptist fólk á skoðunum um þessar staðreyndir, en verkefni sveitarstjórnamanna breytist ekki að því leiti að alltaf er verið að leita leiða til að gera betur í dag en í gær.
Sterk staða.
�?annig er það líka í Vestmannaeyjum að margir eru að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ef litið er til baka og horft á stóru myndina þá hefur samfélagið í Vestmannaeyjum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins skipað sér í hóp allra öflugustu sveitarfélaga landsins. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er með því allra besta sem gerist og íbúarnir hafa séð þess stað á mörgum sviðum. �?annig njóta eldri borgarar í Vestmannaeyjum betri kjara en á öðrum stöðum í landinu. Í mörg ár hafa sjálfstæðismenn staðið fyrir því að þeir greiða ekki fasteignargjöld af íbúðarhúsnæði sínu. �?að er vel gert að nota sterka fjárhagslega stöðu til að búa öldrum áhyggjulaust ævikvöld.
Íbúðir fyrir fatlaða
�?á er komið að því að okkar fólk með öðruvísi getu og hæfileika fái húsnæði við hæfi. Nú liggur fyrir að íbúðir fyrir það fólk verði reistara á Ísfélagsreitnum og er það sérstakt fagnaðarefni að það hillir undir að sá draumur er að verða að veruleika. �?að lýsir góðu hjartalagi hvers samfélags hvernig hlúð er að öldruðum, sjúkum og fötluðum. �?að er daglegt verkefni allra að ná betri árangri á þeim sviðum og þar skora Eyjamenn hátt.
Spennandi tímar
�?að er margt spennandi þegar litið er inn í framtíðina. �?g hef talað fyrir því í mörg ár að rekstur Herjólfs verði á höndum heimamanna. Nú er það mál komið í höfn og ég veit að það verður skref framávið að mikilvægasta samgönguæðin verði rekin á forsendum heimamanna og atvinnulífsins í Eyjum. �?að er mikilvægt verkefni að treysta ferðaþjónustuna í Eyjum en margt spennandi er þar í farvatninu. Varmadælustöðin sem er í byggingu er einstakt verkefni sem bundnar eru miklar vonir við. �?að er mikið að gerast í Eyjum og framtíðin byggir á traustri stöðu og afkomu sveitarfélagsins.
Kosið um traust
Vestmannaeyjabær nýtur mikils og góðs trausts sem framtíð unga fólksins i Eyjum mun byggja á. �?að verður kosið um stöðugleika, trausta fjármálastjórn og áframhaldandi sterka stöðu sveitarfélagsins í kosningunum á laugardaginn.
Setjið X við D á kjördag.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.