Tvær ungar konur voru handteknar í gærmorgun vegna gruns um ölvun við akstur og nytjastuld á bifreið auk þess sem bifreiðin sem þær voru í valt og endaði á hvolfi utan vega við Klaufina. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða en önnur þeirra kvartaði yfir eymslum í hálsi eftir slysið. �?ær voru látna lausar eftir skýrslutöku en málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu.