Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumanni hefur verið mikil, alls hafa 487 kosið nú þegar og sagði Sæunn Magnúsdóttir í samtali við Eyjafréttir að þetta væri mikil kjörsókn.
Nú eru aðeins tveir dagar til stefnu og ef þú hefur ekki nú þegar kynnt þér málefni framboðanna eða átt eftir að ákveða þig mælum við með nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út í dag. Einnig er hægt að fara hingað og lesa yfir allar þær greinar sem skrifaðar hafa verið fyrir þessar kosningar en áætla má að einhverjar greinar eigi eftir að bætast við.